fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Furða sig á ummælum Ásgeirs um tásumyndir frá Tene – „Það þarf að fara að ræða þessar óumbeðnu tásumyndir“

Eyjan
Miðvikudaginn 5. október 2022 20:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki voru allir lukkulegir með tíðindin frá Seðlabankanum í morgun er tilkynnt var um 0,25 prósenta stýrivaxtahækkun. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði að þessi hækkun væri vísbending um að Peningastefnunefnd væri ánægð með árangurinn sem náðst hefur með miklum hækkunum stýrivaxta undanfarið. Mögulega sé búið að ná toppi stýrivaxtahækkana.

Furðuðu sig einhverjir á því að enn hafi þurft að hækka vextina þar sem ársverðbólga hefur undanfarið lækkað úr 9,9 prósentum niður í 9,3 prósent. Eins hafi verð á íbúðamarkaði jafnvel verið að lækka.

Ásgeir varpaði jafnframt „boltanum“ eins og hann orðaði það til vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar – Seðlabankinn hafi náð árangri gegn verðbólgunni en nú þurfi að sjá hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli að gera. „Ætlar vinnumarkaðurinn, ríkisstjórnin og atvinnulífið að taka við boltanum af okkur?,“ spurði Ásgeir sem benti á að lítið þurfi til að verðbólgan fari aftur af stað og þá muni Seðlabankinn ekki hika við að hækka vexti enn frekar.

Athygli vakti að þegar Ásgeir Jónsson minntist á kröftug viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins hafi vel sést á tásumyndum sem fólk birti af sér á sólarströndum. Ljóst sé að fólk sem hafi setið heima í COVID og sparað peninga sé farið að eyða peningunum.

„Það voru allir að taka myndir af tánum á sér á Tene eða eitthvað álíka í sólbaði,“ sagði Ásgeir á léttu nótunum á fundi í Seðlabankanum í morgun.

Segja má að þessi orðanotkun hans hafi vakið furðu, jafnvel kátínu.

Aðrir bentu á að staðan hafi nú ekki verið þannig hjá öllum í COVID að hægt væri að spara fyrir tásumyndatöku á Tenerife.

Eins vöktu ummæli Ásgeirs um að aðrir þurfi nú að grípa boltan athygli og umtal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu