fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
433Sport

Þórhallur landar stóru starfi á Indlandi – Stoppaði stutt í Noregi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 13:48

Þórhallur annar frá hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhallur Siggeirsson fyrrum þjálfari Þróttar í meistaraflokki karla hefur tekið að sér stað sem aðstoðarþjálfari hjá East Bengal í Indlandi.

Það er bróðir hans, Vilhjálmur Siggeirsson sem segir frá þessu en Vilhjálmur var um árabil tæknistjóri hjá RÚV.

„East Bengal er í indversku Super deildinni og þjálfað af reynsluboltanum Stephen Constantine sem hefur ekki nema þjálfað landslið Nepal, Malaví, Súdan, Rúanda og tvisvar sinnum Indland. Fyrir utan að vera með eitrað look,“ skrifar Vilhjálmur um félagið sem Þórhallur starfar nú hjá.

Þórhallur starfaði lengi i yngri flokkum hér á landi og kom meðal annars við hjá Stjörnunni og HK.

„Robbie Fowler skilaði liðinu í 9. sæti 20/21. Á botninum í fyrra en nú horfir til betri vegar! Fyrsti leikur tímabilsins er á föstudaginn á útivelli gegn Kerala Blasters,“
segir Vilhjálmur

Þórhallur starfaði síðast hjá Sarpsborg í Noregi en tekur nú skrefið í deildina þar sem Hermann Hreiðarsson var eitt sinn aðstoðarþjálfari Kerala Blasters.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Newcastle kaupir spænska vonarstjörnu – Hafnaði Real og Barca

Newcastle kaupir spænska vonarstjörnu – Hafnaði Real og Barca
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sádarnir til í að setja stóru seðlana á borðið hjá Onana

Sádarnir til í að setja stóru seðlana á borðið hjá Onana
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal skoðar að kaupa öflugan miðvörð í sumar – Þurfa að selja svo það gangi eftir

Arsenal skoðar að kaupa öflugan miðvörð í sumar – Þurfa að selja svo það gangi eftir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vinicius Jr hefur lítinn áhuga og Sádarnir horfa því til Liverpool

Vinicius Jr hefur lítinn áhuga og Sádarnir horfa því til Liverpool