Eign – sem er skráð sem bílskúr – er til sölu á 28,9 milljónir. Hún var nýlega tekin í gegn og innréttuð sem íbúðarhúsnæði.
Íbúðin snýr að Skarphéðinsgötu og er tveggja herbergja, samtals 43,7 fermetrar.
Eignin skiptist í svefnherbergi, baðherbergi með upphengdu salerni, flísar á gólfi og veggjum. Stofan og eldhúsið opið í einu rými.
Hægt er að lesa nánar um eignina og skoða fleiri myndir á fasteignavef DV.