Stjarnan hefur náð samkomulagi við Allan Purisevic sem mun leika með félaginu næstu árin.
Hann kom árið 2020 til Stjörnunnar og er fæddur árið 2006. Allan hefur einnig spilað 7 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands
Allan er sonur Ejub Purisevic sem hefur þjálfað yngri flokka Stjörnunnar síðustu ár en áður þjálfaði hann Víking Ólafsvík með frábærum árangri.
„Við hlökkum mikið til þess að fylgjast með honum á komandi tímabilum og óskum honum og félaginu jafnframt til hamingju með samninginn!,“ segir á vef Stjörnunnar.