Manchester United heldur til Kýpur í dag en liðið mætir Omonia í Evrópudeildinni á morgun. Enska liðið er með þrjú stig eftir tvo leiki.
Búist er við að Erik ten Hag stilli upp sterku byrjunarliði til þess að reyna að knýja fram sigur.
Búist er við að Cristiano Ronaldo, Casemiro og Luke Shaw fái tækifæri í byrjunarliðinu. Þá kemur Victor Lindelöf inn fyrir meiddan Raphael Varane.
Svona gæti byrjunarlið United litið út á morgun.