fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

„Ég hafði nokkrar ástæður fyrir því að ég gæti ekki verið áfram í þessu hjónabandi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 5. október 2022 14:00

Melinda og Bill Gates stofnuðu sjóðinn. Mynd/Shutterstock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Melinda Gates opnar sig um „ótrúlega sársaukafullan“ skilnað hennar og Bill Gates, stofnanda Microsoft.

Í maí í fyrra tilkynntu þau að þau væru að skilja eftir 27 ára hjónaband. Skilnaðurinn gekk í gegn í ágúst og eiga þau saman þrjú börn.

Melinda, 58 ára, ræðir um skilnaðinn á einlægu nótunum í viðtali hjá Fortune. „Það einkennilega við Covid var að ég fékk næðið til að gera það sem ég þurfti að gera,“ segir hún.

„Þetta var ótrúlega sársaukafullt, á svo marga vegu, en ég fékk næði til að komast í gegnum það.“

Grátandi klukkan níu, fundur klukkan tíu

Saman hafa Melinda og Bill gefið margar milljónir Bandaríkjadala í góðgerðarmál í gegnum góðgerðasamtök þeirra, Bill & Melinda Gates Foundation, og hafa haldið því áfram þrátt fyrir skilnaðinn.

„Ég hélt áfram að vinna með manneskjunni sem ég fór frá. Ég þurfti að mæta og vera besta útgáfan af sjálfri mér á hverjum einasta degi. Þannig þó ég hafi verið grátandi klukkan níu um morguninn þurfti ég að vera tilbúin fyrir fjarfund klukkan tíu – með manneskjunni sem ég var að fara frá,“ segir hún.

„Og ég lærði að sem leiðtogi get ég gert það.“

Um orsök skilnaðarins hafði hún þetta að segja: „Ég hafði nokkrar ástæður fyrir því að ég gæti ekki verið áfram í þessu hjónabandi.“

Í mars opnaði hún sig um framhjáhald Bill árið 2000. Hún sagði að hún hafi fyrirgefið Bill á sínum tíma og þau hefðu „unnið í gegnum þetta“ en síðan „kom sá tímapunktur þar sem það var nóg þarna og ég áttaði mig á því að þetta væri bara ekki heilbrigt og ég gat ekki lengur treyst því sem við áttum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“