Gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sitja í haldi lögreglu, grunaðir um áform um hryðjuverk og stórfelld brot gegn vopnalögum, rennur út á fimmtudag. Samkvæmt upplýsingum frá héraðssaksóknara verður krafist lengra gæsluvarðhalds yfir mönnunum.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, sagði sig frá rannsókn málsins í síðustu viku eftir að í ljós kom að faðir hennar, Guðjón Valdimarsson, tengdist rannsókninni. Guðjón er vopnasali og stórtækur vopnasafnari. Rannsóknin er nú á forræði héraðssaksóknara.
Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, svaraði fyrirspurn DV um málið. Virðist lítið að frétta af rannsókn málsins því ekki hefur verið tekin ákvörðun um næsta upplýsingafund í málinu:
„Eins og stendur nú þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um frekari upplýsingafundi um málið. Það liggur fyrir ákvörðun um að óska eftir því að héraðsdómur úrskurði um lengra gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur.“