fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Ógnvænlegt lið sem Real gæti teflt fram ef skotmörkin mæta – Myndi skilja City og Liverpool eftir í sárum

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 11:00

Joao Cancelo og Riyad Mahrez.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið Real Madrid lítur æ betur út og ef félaginu tekst að landa skotmörkum sínum fyrir næsta sumar verður byrjunarliðið ógnvænlegt.

Mirror tók saman hugsanlegt byrjunarlið Real Madrid fyrir næstu leiktíð, takist liðinu að klófesta skotmörk sín.

Miðjumaðurinn Jude Bellingham hefur til að mynda verið orðaður við spænska risann. Þessi 19 ára gamli leikmaður er þó einnig á óskalista flestra af stærstu félögum heims, þá einna helst Liverpool. Talið er nokkuð líklegt að hann fari frá félagi sínu, Borussia Dortmund, næsta sumar.

Þá er talið að Real Madrid vilji bæta sig í stöðu hægri bakvarðar, en þar er nú Dani Carvajal. Félagið vill fá Joao Cancelo í hans stað. Sá hefur farið á kostum með Manchester City undanfarin ár.

Loks hefur Real Madrid áhuga á Rafael Leao, afar spennandi sóknarmanni AC Milan, en hann gæti kostað yfir 100 milljónir punda.

Hér að neðan má sjá byrjunarliðið sem Mirror setti saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“