fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Sendi bréf til 186 þjóðarleiðtoga – Guðni var á meðal þeirra fyrstu sem svöruðu

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 5. október 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Schwartzman, ritstjóri skólablaðsins The Bobcat Prowl í South Windsor High School, tók að sér ansi stórt verkefni í sumar. Hann ákvað að skrifa bréf til allra þjóðarleiðtoga heimsins fyrir hönd skólablaðsins. Í bréfunum spurði hann alla leiðtogana að sömu spurningunni: Hvað viljiði að ungt fólk í Bandaríkjunum viti um þitt land?

Schwartzman segist hafa fengið innblástur fyrir þetta verkefni frá þrá sinni um að starfa sem diplómati í framtíðinni.

„Ég hugsaði einfaldlega að ef ég byrja að mynda tengingar við mikilvægt fólk nógu snemma þá gæti ég fengið draumastarfið mitt. Ég var hins vegar ekki búinn að sjá fyrir mér hversu mikið heimsmyndin mín átti eftir að stækka og hversu mikið ég átti eftir að læra,“ segir ritstjórinn í greininni sem hann skrifaði í skólablaðið.

Schwartzman útskýrir næst hvernig hann tók saman öll heimilisföng, nöfn og titla hjá öllum 196 þjóðarleiðtogum heimsins. Heimilisföng 10 af þessum þjóðarleiðtogum gat hann þó hvergi fundið svo bréfin sem hann skrifaði voru alls 186 talsins. Þegar hann hafði lokið við að skrifa 186 bréf, stíluð á næstum alla þjóðarleiðtoga heimsins, sendi hann þau með pósti.

„Þá kom erfiðasti hlutinn… biðin.“

Fékk handskrifað bréf frá Guðna

Eftir að Schwartzman hafði beðið vikum saman byrjuðu fyrstu svarbréfin að skila sér. „Hér fyrir neðan eru bara nokkur af fyrstu svörunum sem ég fékk,“ segir hann í greininni og birtir bréfin frá þeim þjóðarleiðtogum sem voru fyrstir að svara. Á meðal þeirra er enginn annar en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

„Þegar sumrinu fór að ljúka fékk ég handskrifað bréf frá forseta Íslands,“ segir Schwartzman sem birtir svarið frá Guðna.

„Það eru svo margir hlutir sem ég vil að unga fólkið í Bandaríkjunum viti um landið mitt. Er eitthvað eitt mikilvægara en allt hitt? Ég veit það ekki en ég myndi bara hvetja þig og aðra í Bandaríkjunum til þess að vera forvitin, halda huganum opnum, vera viljug og áköf í að læra um annað fólk, ferðast og hitta aðra. Svo komdu og heimsóttu okkur ef þú getur!“ skrifar Guðni í bréfinu.

Schwartzman segir að Guðni hafi einnig skrifað persónuleg skilaboð til sín þar sem hann fer yfir tengslin sem eru á milli South Windsor og Íslands. „Eitt af dæmunum sem hann útskýrði er að trommarinn í hljómsveitinni Toto hafi verið frá South Windsor og að íslensk söngkona hafi lengi spilað með þeim, hann sagði þetta sýna hversu tengdir tveir mismunandi staðir eru í raun og veru.“

Mynd/The Bobcat Prowl

Grein Schwartzman í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks