fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Ríkið býður sættir vegna talningarklúðursins í Borgarnesi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 09:00

Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í norðvesturkjördæmi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sættir hafa verið reyndar í kærumáli Magnúsar Davíðs Norðdahl, frambjóðanda Pírata í Norðvesturkjördæmi, og Guðmundar Gunnarsson, frambjóðanda Viðreisnar í sama kjördæmi. Þeir kærðu ákvörðun Alþingis um að staðfesta síðari kosningaúrslitin til Mannréttindadómstóls Evrópu. Alþingi staðfesti síðari úrslitin þrátt fyrir brotalamir við talningu og framkvæmd.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur þetta eftir Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur, ríkislögmanni. Hún sagði að beðið hafi verið um aukafrest til að svara en svörum verði skilað fyrir 13. október.

Aðspurð sagði hún það ekki endilega fela í sér viðurkenningu á broti að sættir hafi verið reyndar. Málið snúist um grundvallarspurningar um kosningakerfið og sé það tímafrekt og yfirgripsmikið.

Magnús Davíð sagðist hafa verið bjartsýnn á málareksturinn frá upphafi. „Ferlið, sem tók við eftir kosningarnar þar sem Alþingi samþykkti eigin kjör og lagði blessun sína yfir verklagið í Norðvesturkjördæmi, braut gegn Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“