fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Eyjan

SÞ vara við djúpri kreppu og hvetja seðlabanka til að hætta vaxtahækkunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslíf heimsins ef vestrænir seðlabankar halda áfram að herða fjármálastefnu sína. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNCTAD, sem er sú stofnun SÞ sem fjallar um viðskipta- og þróunarmál.

Í skýrslunni er varað við því að núverandi peningastefna seðlabankanna geti sent efnahagslíf heimsins inn í efnahagslægð og tímabil kreppuverðbólgu sem muni valda meira tjóni en fjármálakreppan og heimsfaraldur kórónuveirunnar.

„Það er enn nægur tími til að forðast efnahagslægð. Þetta er spurning um pólitískt val og pólitískan vilja,“ sagði Rebeca Grynspan, hjá UNCTAD.

Í skýrslunni kemur fram að hert stefna í fjármála- og peningastefnu í iðnvæddum ríkjunum í bland við eftirköst heimsfaraldursins og stríðið í Úkraínu hafi nú þegar valdið efnahagslegri niðursveiflu sem geri að verkum að ólíklegt sé að mjúk lending náist.

Seðlabankar víða um heim eru byrjaðir að herða peningastefnu sína til að ná tökum á verðbólgunni en hún er víða mun hærri en hún hefur verið áratugum saman.

Nýjustu verðbólgutölur frá evrusvæðinu benda til að verðbólgan muni halda áfram að hækka en á ársgrundvelli mælist hún nú um 10%. Í Bandaríkjunum eru hins vegar teikn á lofti um að verðbólgan hafi toppað og sé nú hægt og rólega á niðurleið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Gjafakvótaþegarnir reyna að slá ryki í augu fólks með hræðsluáróðri og rangfærslum

Orðið á götunni: Gjafakvótaþegarnir reyna að slá ryki í augu fólks með hræðsluáróðri og rangfærslum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“