fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Þrír Rússar hafa flúið land fyrir hvern og einn sem hefur verið kallaður í herinn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 11:32

Mótmælendur eru handteknir ef þeir láta á sér kræla. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir hvern rússneskan hermann sem hefur verið kallaður í rússneska herinn eftir að Vladímír Pútín, forseti, tilkynnti um herkvaðningu fyrir hálfum mánuði, hafa þrír flúið úr landi.

Þetta kemur fram í rússnesku útgáfu Forbes. Byggir blaðið þetta á viðtölum við nokkra heimildarmenn innan veggja Kremlar.  Segja heimildarmennirnir að 600.000 til 1 milljón hafi yfirgefði Rússland síðan Pútín tilkynnti um herkvaðninguna.

Strax eftir að hann tilkynnti um herkvaðninguna mynduðust langar raðir við margar landamærastöðvar og flugmiðar aðra leiðina rokseldust.

Það gerir reikningsdæmið þó aðeins flóknara að erfitt er að segja til um hverjir flýja land og hverjir fara sem ferðamenn.

Yfirvöld í Kasakstan skýrðu frá því á mánudaginn að 200.000 Rússar hefðu komið þangað frá 21. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“