AvtoVAZ, sem framleiðir Lödurnar, segir að salan í september hafi verið 20,1% meiri en í sama mánuði á síðasta ári.
Rússneski bílaiðnaðurinn er í miklum vanda vegna refsiaðgerða Vesturlanda og hafa margar verksmiðjur þurft að stöðva starfsemina vikum saman á meðan þær útvega sér íhluti og koma á nýjum birgðakeðjum eða breyta bílunum sínum.