Gonzalo Higuain hefur staðfest það að hann sé að leggja skóna á hilluna eftir mjög farsælan feril sem knattspyrnumaður.
Higuain ætlar að hætta eftir tímabilið í MLS-deildinni en hann er fyrrum leikmaður Juventus, Real Madrid, Napoli og Chelsea.
Argentínumaðurinn leikur í dag með Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni og hefur skorað 12 mörk í síðustu 14 leikjum liðsins.
Higuain staðfesti að hann hefði tekið þessa ákvörðun fyrir þremur eða fjórum mánuðum síðan og tjáði félaginu um leið.
Hann var talinn einn besti framherji heims á sínum tíma og spilaði 75 landsleiki með Argentínu og skoraði 31 mark.