Samkvæmt fréttum í Argentínu, heimalandi Lionel Messi mun kappinn snúa aftur heim til Barcelona næsta sumar.
Samningur Messi við PSG rennur út næsta sumar og nú er því haldið fram að 1 júlí árið 2023 gangi hann aftur í raðir Barcelona.
Messi fór frítt til PSG fyrir rúmu ári síðan, hann grét vegna þess að hann vildi ekki fara frá Katalóníu.
Barcelona var hins vegar að glíma við fjárhagsvandræði og fékk ekki leyfi frá La Liga til að endursemja við Messi.
Veronica Brunati fréttakona í Argentínu segir allt klappað og klárt, sá besti í sögu Barcelona snýr aftur.
1 de julio de 2023, Lionel #Messi será jugador del Barça.
— Veronica Brunati (@verobrunati) October 4, 2022