fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Myndband vekur athygli – Er mannætan Jeffrey Dahmer í bakgrunni þáttanna Stranger Things?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 4. október 2022 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glöggir áhorfendur þáttanna Stranger Things telja sig sjá glitta í fjöldamorðingjann Jeffrey Dahmer í fjórðu og nýjustu seríu þáttanna. Í þættinum er Max Mayfield, leikin af Sadie Sink, á skólalóð Hawkins Highschool en að baki henni má sjá ungan mann sem minnir óneitanlega afar mikið á mannætuna Dahmer á yngri árum.

@elodvdb Jeffrey Dahmer in Stranger Things ? 😱 #jeffreydahmer #strangerthings #foryou ♬ son original – elovdb

Fjöldamorðinginn Jeffrey Dahmer myrti 17 unga menn á tímabilinu frá 1978 til 1991. Viðurkenndi Dahmer að hafa snætt sum fórnarlömb sín. Hann var dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar árið 1991 en var barinn til bana af meðfanga sínum árið eftir, 34 ára að aldri.

Jeffrey Dahmer á skólaárum.

Hann hefur enn á ný vakið áhuga fólks eftir að Neflix gerði nýja þáttaseríu um morðingjann alræmda; DahmerMonster: The Jeffrey Dahmer Story

Þættirnir eru gríðarlega vinsælir um allan heim, einnig hér á landi, og þykir leikarinn Evan Peters sýna snilldartakta í hlutverki Dahmer.

Kenningin birtist fyrst á TikTok með meðfylgjandi myndbandi og hafa 2,2 milljónir manna horft á.

Jeffrey Dahmer í réttarsal.

Netverjar skiptast í fylkingar.

Framleiðendur Stranger Things eru frægir fyrir að lauma alls kyns tilvísunum til níunda áratugsins inn í þættina en á móti kemur að tímalínan gengur ekki upp.

Evan Peters í hlutverki Jeffrey Dahmer.

Eins og margir á TikTok benda á útskrifaðist Dahmer árið 1978 en fjórða sería Stranger Things þáttanna gerist aftur á móti árið 1986. Dahmer var þá 25 ára gamall.

Stranger Things gerist einnig í Indiana fylki en Dahmer gekk í skóla í Ohio fylki og bjó í Wisconsin fylki árið 1986.

Þrátt fyrir það eru ekki allir netverjar sannfærðir að um tilviljun sé að ræða, eitthvað meira hljóti að ligga að baki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram