Er yfirskriftin á útprentuðu blaði sem hengt var upp í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Athygli hefur verið vakin á málinu á samfélagsmiðlinum Twitter en Fréttablaðið fjallaði um það fyrr í dag. Ljóst er að mikil óánægja er meðal nemanda í skólanum sem segist ekki kæra sig um að „FULL ON NAUÐGARAR“ sitji á móti sér í tímum, vinni með sér hópverkefni eða labbi um ganga skólans.
„Bara ein spurning Menntaskólinn við Hamrahlíð… viljiði gera eitthvað í þessu eða bara trúa því að þetta setur aðra nemendur í þessum skóla í hættu?“ segir á blaðinu. Þá hefur einnig verið skrifað á spegil í menntaskólanum: „Ég vil ekki fokking nauðgara í skólanum mínum.“
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru skólastjórnendur nú að funda með nemendum vegna málsins.
Hér fyrir neðan má sjá það sem stendur á blaðinu í heild sinni:
„Af hverju er ég að labba á sömu göngum og nauðgarar?“
Ég sem nemandi í MH kæri mig ekki fokking um að vita að FULL ON NAUÐGARAR sitja á móti mér í tímum, með mér í hópverkefnum og labba framhjá mér á göngunum.
Bara ein spurning Menntaskólinn við Hamrahlíð… viljiði gera eitthvað í þessu eða bara trúa því að þetta setur aðra nemendur í þessum skóla í hættu?
Gerið eitthvað for fucks sake ætla ekki að vera í sama skóla og strákur sem er kærður um að hafa nauðgað litlu frænku sinni“
„Ég vil ekki fokking nauðgara í skólanum mínum.