Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er Sjálfstæðisflokkurinn í sókn en Framsóknarflokkurinn tapar fylgi.
Helsta breytingin á fylgi flokka milli mánaða er að fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst um rúmlega tvö prósentustig á sama tíma og fylgi Framsóknarflokksins minnkar um sama hlutfall. Liðlega 24% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn færu kosningar til Alþingis fram´i dag og rösklega 13% segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða um á bilinu 0-1,2 prósentustig.
Ríflega 16% segjast myndu kjósa Samfylkinguna, næstu 14% Pírataq, tæplega 9% Viðreisn, rúmlega 8% Vinstri græn, rösklega 5% Flokk fólksins og sama hlutfall Sósíalistaflokk Íslands.
Ríflega 12% taka ekki afstöðu eða vilja ekki gefa hana upp og nær 11% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa. Stuðningur við ríkisstjórnina er óbreyttur frá síðustu mælingu en nær 49% þeirra sem taka afstöðu segjast styðja hana.