Leikur Víkings og Val í úrslitakeppni Bestu deildar karla hefur verið færður itl 19:15 en var áður settur á klukkan 16:45.
Ástæða þess er að bannað er að spila deildarleiki í efstu deildum í Evrópu á sama tíma og Meistaradeild Evrópu fer fram.
ÍTF sótti hins vegar um undanþágu frá UEFA og grænt ljós kom frá Sviss í gær. „Þetta datt í gegn í gær, það er ekki heimilt að spila ofan í Meistaradeildadrkvöld. Það hafðist að fá þetta í gegn hjá hjá UEFA, við fengum leyfi,“ sagði Haraldur Haraldsson framkvæmdarstjóri Víkings við 433.is.
Ljóst er að þetta mun verða til þess að fleiri hafa tök á því að mæta á völlinn. „Það hefði enginn verið hérna klukkan 16:45,“ segir Haraldur.
Víkingur varð bikarmeistari á laugardag og hefur þar með tryggt sér Evrópusæti en liðið er ellefu stigum á eftir toppliði Breiðabliks í Bestu deildinni.