Logi Tómasson, leikmaður Víkings Reykjavík, stefnir á atvinnumennsku fyrr eða síðar.
Vinstri bakvörðurinn hefur átt frábært tímabil með Víkingi, þar sem hann hefur orðið algjör lykilmaður.
Frammistaða Loga í sumar hefur vakið einhvern áhuga erlendra félaga.
„Markmiðið er að fara út. Það er einhver áhugi en svo kemur það í ljós eftir tímabil,“ segir Logi í sjónvarpsþætti 433.is.
Þessum 22 ára gamla leikmanni liggur þó ekki mjög á að komast út. Það er gott að vera í Víkingi.
„Mér líður vel í Víkingi. Maður er að vinna titla á hverju ári og er að spila skemmtilegasta fótboltann, með besta þjálfarann, en hugurinn leitar alltaf út.“
Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.