Aðdáendur hans vita að hann er mjög sýklahræddur og hefur verið óttasleginn vegna Covid-faraldursins. Hann haldið sig heima og útvarpað þættinum þaðan síðan í mars 2020.
Á laugardaginn síðastliðinn fór hann í fyrsta sinn, frá því að faraldurinn hófst, út að borða meðal almennings.
Stern fór á ísraelskt veitingahús í Williamsburg með frægum vinum, meðal annars leikkonunni Jennifer Aniston, spjallþáttastjórnandanum Jimmy Kimmel og leikurunum Justin Theroux, Jon Hamm og Jason Bateman.
Slúðursíðan DeuxMoi birti mynd af stórskotaliðinu á veitingastaðnum.
„Howard var þarna og ekki einu sinni með grímu. Þau sátu öll á stóru borði, Howard sat við hliðina á Jimmy og á einum tímapunkti virtist hann í djúpum samræðum við Jon Hamm. Hann sagði einnig starfsmönnum veitingastaðarins að þetta væri í fyrsta skipti sem hann færi út eftir að faraldurinn hófst,“ sagði heimildarmaður Page Six sem var á staðnum.
Þrátt fyrir skemmtilegan kvöldverð ætlar Stern ekki að gera þetta að venju. Hann sagði í útvarpsþættinum sínum á mánudaginn að þetta hefði verið „þreytandi.“
„Þetta var mjög þreytandi og krefjandi helgi, tilfinningalega og líkamlega. Í fyrsta sinn í tvö ár hætti ég mér út úr húsi,“ sagði hann í þættinum.
Hann sagði einnig að kvöldverðurinn hafi verið „of mikið fyrir mig. Þetta var of mikið. Ég hafði ekki farið út í tvö ár.“
Stern sagði að Kimmel hefði boðið honum og eiginkonu hans, Beth Ostrosky, í kvöldverðinn og á meðan eiginkona hans var spennt var hann skeptískur.
„Ég sagði við eiginkonu mína: „Ég vil ekki fara, ég er hræddur. Ég vil ekki fá Covid.““
Útvarpsmaðurinn sagði að bæði hann og eiginkona hans séu bólusett. „Ég veit að forsetinn er búinn að segja að faraldrinum sé lokið og allir ganga um án þess að vera með grímu, en ég vil samt ekki fá Covid.“