Cristiano Ronaldo vonast til þess að fara frá Manchester United í janúar, hann hefur ekki áhuga á að sitja á bekknum. Telegraph fjallar um málið.
Ronaldo var ónotaður varamaður um helgina í grannaslagnum í Manchester en þessi 37 ára framherji vildi fara frá félaginu í sumar.
United fékk hins vegar ekki tilboð í Ronaldo og því varð ekkert úr því. Nú segir Telegraph að Ronaldo vilji fara í janúar.
Blaðið segir einnig frá því að Erik ten Hag, stjóri liðsins muni ekki standa í vegi hans. Komi ágætis tilboð má 37 ára framherjinn fara. Ten Hag vildi halda Ronaldo í sumar en virðist hafa breytt um skoðun.
Ronaldo hefur aldrei upplifað það áður á ferli sínum að vera í aukahlutverki en Ten Hag virðist ekki vilja treysta of mikið á hann.