Erling Haaland framherji Manchester City segir að kvöldmatur sem faðir hans eldar fyrir heimaleiki sé lykill að góðum árangri.
Haaland hefur skorað þrjár þrennur í röð á Ethiad vellinum í deildinni. Þessi magnaði framherji hefur skorað 14 deildarmörk í fyrstu átta leikjum sínum á Englandi.
Norski framherjinn skoraði þrennu og lagði upp tvö mörk á sunnudag í 6-3 sigri á Manchester United.
„Pabbi minn hefur gert lasagne fyrir kvöldið fyrir þrjá síðustu heimaleiki,“ sagði Haaland við Viasat í Noregi um lykilinn að þessum magnaða árangri.
Alfie Haaland, faðir Erling, var á vellinum á sunnudag en hann lék áður með Manchester City.
„Pabbi hlýtur að vera að setja eitthvað sérstakt í þennan rétt,“ sagði framherjinn og brosti.