Sky News skýrir frá þessu og segir að hann muni segja að allt frá upphafi innrásarinnar hafi Bretar verið „leikmenn á vellinum“ í stað þess að standa á hliðarlínunni. „Þess vegna stöndum við þétt við bak hinna hugrökku Úkraínubúa sem verja landið sitt,“ mun hann segja eftir því sem kemur fram í útdrætti úr ræðu hans sem fjölmiðlar hafa fengið í hendur.
Hann mun einnig segja að Bretar muni styðja við Úkraínubúa þar til sigur hefur unnist á rússneska innrásarhernum, þar til fullveldi landsins hefur verið tryggt að fullu á nýjan leik. Bretar muni aldrei viðurkenna innlimun Luhansk, Kherson, Zaporizhzhia eða Krím í Rússland.
„Þetta er Úkraína. Þegar Úkraínubúar hafa sigrað í þessu stríði munum við styðja þá við að endurreisa heimili sín, efnahaginn og samfélagið,“ mun hann segja.
Bretar hafa verið einu öflugustu stuðningsmenn Úkraínu frá upphafi stríðsins og hafa sent mikið af vopnum til landsins og annast þjálfun úkraínskra hermanna.