Hann sagði að það væri nær útilokað að Rússar geti sigrað í stríðinu.
Rubio á sæti í utanríkismálanefnd þingsins og hann óttast að Rússar muni ráðast á skotfærageymslur í Póllandi þangað sem skotfæri frá ESB og öðrum ríkjum eru send áður en þau eru send áfram til Úkraínu.
„Áhyggjurnar snúast um hvað Pútín er fær um að gera. Ef hann ákveður að vopnasendingar NATO, ESB og Bandaríkjanna til Úkraínu kosti hann sigurinn í Úkraínu tel ég mjög líklegt að hann muni reyna að ráðast á nokkra af þeim stöðum í Póllandi sem vopn eru send til áður en þau eru áframsend til Úkraínu,“ sagði hann.
Hann sagði einnig að margir hafi áhyggjur af að Pútín beiti kjarnorkuvopnum en sagðist sjálfur óttast mest að Rússar ráðist á landsvæði NATO og hugsanlega einnig flugvöll í Póllandi.
Þegar hann var spurður hvort NATO verði að svara fyrir sig ef þetta gerist sagði hann að það yrði að gera en hver viðbrögðin verði, verði að ráðast af umfangi árásar Rússa.