fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Segir hvað Bandaríkin munu gera ef Pútín beitir kjarnorkuvopnum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 06:17

Pútín var að sögn reiðubúinn til að beita kjarnorkuvopnum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Petraeus, fyrrum forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fyrrum fjögurra stjörnu hershöfðingi, ræddi við ABC News á sunnudaginn um hvað muni gerast ef Rússar beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu.

Hann sagði að Bandaríkin og bandamenn þeirra muni þá gjöreyða öllum hersveitum og búnaði Rússa í Úkraínu og sökkva Svarthafsflota þeirra.

Hann sagðist ekki hafa rætt við Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa, um hugsanleg viðbrögð Bandaríkjanna við beitingu kjarnorkuvopna en bandarískir embættismenn hafa ítrekað skýrt rússneskum embættismönnum frá því að það muni hafa alvarlegar afleiðingar.

„Bara til að koma með tilgátu þá myndum við svara með því að leiða aðgerð á vegum NATO þar sem öllum hersveitum Rússa, sem við finnum og berum kennsl á, á úkraínskum vígvöllum og Krím verður eytt sem og öllum skipum þeirra í Svartahafi,“ sagði hann.

Í síðustu viku sagði Pútín að Rússar muni verja þau svæði, sem þeir innlimuðu í Rússland á föstudaginn, með öllum tiltækum ráðum og er ekki hægt að túlka þau ummæli öðruvísi en að hann hafi verið að hóta að beita kjarnorkuvopnum.  Margir óttast að Pútín hafi með þessu verið að hóta stríði á milli Vesturlanda og Rússlands.

Þegar Petreaus var spurður hvort það muni draga Bandaríkin og NATO inn í stríðið ef Rússar beita kjarnorkuvopnum sagði hann að það sé ekki eitthvað sem virki fimmtu grein sáttmála NATO um að árás á eitt aðildarríki sé árás á þau öll. Ástæðan er að Úkraína er ekki aðili að varnarbandalaginu. Hann sagði að samt sem áður muni Bandaríkin og NATO bregðast við ef Pútín beitir kjarnorkuvopnum í Úkraínu.

Hann sagði að hugsanlega megi túlka það sem árás á NATO að geislavirkni, frá kjarnorkusprengjum, getur borist til NATO-ríkja ef kjarnorkuvopnum verður beitt í Úkraínu. „Það er hugsanlegt að færa rök fyrir því. Hitt er að þetta er svo hræðilegt að það verður að bregðast við, það er ekki hægt að láta slíku ósvarað,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“