fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Segja að veip sé mun hættuminna fyrir heilsuna en reykingar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. október 2022 14:00

Þessi veipar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veip er mun hættuminna fyrir heilsuna en reykingar samkvæmt niðurstöðum niðurstöðum stórrar yfirferðar yfir 400 rannsóknir. Vísindamenn leggja þó áherslu á að veip sé alls ekki hættulaust og segja að grípa þurfi til aðgerða til að takast á við aukna notkun barna og ungmenna á rafrettum.

The Guardian segir að vísindamenn við King‘s College London hafi farið yfir 400 rannsóknir, sem hafa verið birtar, um reykingar og veip. Niðurstaða þeirra er að það að skipta úr reykingum yfir í veip dragi mikið úr snertingu við þau eiturefni sem valda krabbameini og hjartasjúkdómum. Þeir hvetja þá sem reykja ekki til að byrja hvorki að reykja né veipa.

Ann McNeill, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að reykingar séu „einmuna banvænar“ og verði helmingi allra þeirra, sem reykja lengi, að bana. Hún sagði einnig að ný könnun, sem var gerð á Englandi, hafi leitt í ljós að tveir þriðju hlutar reykingafólks vissi ekki að veip sé ekki eins slæmt fyrir heilsuna og reykingar.

Hún sagði að hættan, sem heilsunni stafar af veipi, sé aðeins brot af þeirri hættu sem fylgir reykingum í skamman eða millilangan tíma. Það þýði þó ekki að veip sé hættulaust og þá sérstaklega ekki fyrir þá sem hafa aldrei reykt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi