The Guardian segir að vísindamenn við King‘s College London hafi farið yfir 400 rannsóknir, sem hafa verið birtar, um reykingar og veip. Niðurstaða þeirra er að það að skipta úr reykingum yfir í veip dragi mikið úr snertingu við þau eiturefni sem valda krabbameini og hjartasjúkdómum. Þeir hvetja þá sem reykja ekki til að byrja hvorki að reykja né veipa.
Ann McNeill, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að reykingar séu „einmuna banvænar“ og verði helmingi allra þeirra, sem reykja lengi, að bana. Hún sagði einnig að ný könnun, sem var gerð á Englandi, hafi leitt í ljós að tveir þriðju hlutar reykingafólks vissi ekki að veip sé ekki eins slæmt fyrir heilsuna og reykingar.
Hún sagði að hættan, sem heilsunni stafar af veipi, sé aðeins brot af þeirri hættu sem fylgir reykingum í skamman eða millilangan tíma. Það þýði þó ekki að veip sé hættulaust og þá sérstaklega ekki fyrir þá sem hafa aldrei reykt.