Sky News skýrir frá þessu og segir að þetta hafi komið fram í nýrri rannsókn vísindamanna við University College London. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Lancet eBioMedicine.
Vísindamennirnir báru saman magn rúmlega 90 blóðprótína í 54 heilbrigðisstarfsmönnum, sem voru smitaður af COVID-19, við blóð heilbrigðra heilbrigðisstarfsmanna.
Þeir komust að því að nokkur prótín voru mjög úr lagi í allt að sex vikur, einnig hjá fólki sem var með væg sjúkdómseinkenni. Tuttugu þeirra spáðu fyrir um langvarandi sjúkdómseinkenni sem voru enn við lýði ári síðar.
Vísindamennirnir notuðu gervigreindaralgóryþma til að skanna prótín í blóðsýnunum og fundu þannig 11 veika heilbrigðisstarfsmenn sem glímdu síðan við langvarandi COVID-19.