Þetta kemur fram í umfjöllun Sky News um svokallaða „incel“. Incel stendur fyrir „involuntarily celibate“ sem má þýða sem „skírlífur gegn vilja sínum“. Á netinu finnast spjallrásir/samskiptamiðlar manna sem tilheyra þessum hópi. Þetta eru menn sem finnst þeir ekki geta stundað kynlíf eða fundið ástina og beina reiði sinni og gremju að konum en þeir kenna þeim um ófarir sínar.
Sky News segir að samkvæmt því sem kemur fram í nýrri rannsókn þá sé incel-hreyfingin í „stríði gegn konum“ og að börnum stafi ógn af henni. Í skýrslunni eru tæknifyrirtæki hvött til að grípa inn í til að stöðva öfgavæðingu karla og pilta á netinu.
Rannsóknin beindist að helsta samskiptamiðli incel á netinu og segja rannsakendur að þetta sé samfélag reiðra og herskárra karla sem „séu bein ógn“ við konur og „vaxandi ógn við börn“.
Á um 29 mínútna fresti er birt færsla um nauðgun á samskiptamiðlinum og reglum hans var breytt fyrir sex mánuðum til að barnaníðingar gætu verið með.
Rúmlega 20% færslna á miðlinum snerust um kvenhatur, kynþáttahatur, gyðingahatur eða hatursræðu í garð hinsegin fólks. 16% færslnanna innihéldu kvenhatur.
Meðal færslna sem fréttamenn Sky News sáu á miðlinum voru: „konur ættu að vera kynlífsþrælar“ og „ég finn hatur þegar ég sé stúlku“.
Rannsóknin náði til rúmlega einnar milljóna færslna á 18 mánaða tímabili. Á þeim tíma fjölgaði færslum, þar sem fjöldamorð voru nefnd, um 59%.