Zlatan Ibrahimovich og eiginkona hans, Helena Seger, kynntust þegar hún heimtaði að hann færði illa lagða Ferrari-bifreið sína.
Zlatan og Seger hafa verið saman síðan 2002. Eiga þau tvo syni saman.
Þau kynntust á ansi skrautlegan hátt. Zlatan hafði lagt bíl sínum svo illa að Seger gat ekki komið sínum bíl í burtu.
„Hann lagði bíl sínum illa á bílastæði í Malmö. Það gerði það að verkum að ég kom Mercedes-bíl mínum ekki í burtu. Ég sagði honum nokkuð harkalega að færa bílinn. Hann sá eitthvað sem honum líkaði við,“ segir Seger.
Þrátt fyrir að kynnast á fremur neikvæðan hátt er allt enn í blóma hjá Zlatan og Seger tuttugu árum síðar.
Zlatan er þessa stundina á mála hjá AC Milan. Hann er þó að glíma við meiðsli. Svíinn hefur spilað fyrir mörg af stærstu knattspyrnufélögum heims á ferlinum. Þar má nefna Barcelona, Manchester United, Juventus og fleiri.