Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kölluð inn í A-landslið kvenna fyrir umspilsleikinn um laust sæti á HM 2023. Jasmín kemur þar með inn í hópinn í stað Elínar Mettu Jensen sem hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna.
Jasmín spilaði virkilega vel á tímabilinu með Stjörnunni og skoraði 11 mörk í 18 leikjum sem áttu þátt í því að Stjarnan tryggði sér 2. sæti í Bestu deildinni og Meistaradeildarsæti.
Hún gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik í verkefninu en á að baki 23 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
🇮🇸Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kölluð inn í A-landslið kvenna fyrir umspilsleikinn um laust sæti á HM 2023. Jasmín kemur inn í hópinn í stað Elínar Mettu Jensen.#dottir pic.twitter.com/9q8dFqklRK
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 3, 2022