fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Íslenska ríkið mátti mismuna manni sökum aldurs – Var sjötugur þegar hann sótti um

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. október 2022 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska ríkið var þann 15. september sýknað af kröfum karlmanns sem taldi sér hafa verið mismunað vegna aldurs er hann sótti um starf hjá hinu opinbera.

Umræddur maður sótti um sem forstöðumaður hjá spítala og  krafðist hann þess að viðurkenndur yrði réttur hans til skaðabóta úr hendi ríkisins vegna tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir er umsókn hans um starfið var synjað, en synjunin fólst í því að maðurinn var ekki boðaður í starfsviðtal vegna starfsins og hann því útilokaður frá ráðningarferlinu sökum aldurs, en hann fékk bréf eftir að hann sótti um þar sem fram kom að það væri ólöglegt að ráða mann sem er kominn yfir sjötugt.

Áður sagt upp sökum aldurs

Maðurinn hafði áður gegnt starfi hjá hinu opinbera og verið sagt upp sökum aldurs er hann varð 70 ára gamall. Hann hafði þó haldið störfum áfram tímabundið á grundvelli sérstaks samkomulags. Svo ákvað hann að sækja um laust starf forstöðumanns er það var auglýst en fengið þá svar um hæl að ekki væri hægt að taka umsókn hans til greina sökum aldurs.

Maðurinn hélt því fram að með því að útiloka hann frá umsóknarferli hafi verið brotið gegn stjórnarskrárvörðum mannréttindum hans sem og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Eins væri brotið gegn þeirri grundvallarreglu að við ráðningu hjá hinu opinbera skuli ráða hæfasta umsækjandann á grundvelli faglegra sjónarmiða.

Ein taldi hann að hann ætti rétt til 2 milljón króna miskabóta þar sem vegið hafi verið að starfsheiðri hans, orðspori, reynslu og hæfni.

Ekkert víst að hann hefði fengið starfið

Dómari féllst á það með ríkinu að ekkert lægi fyrir um að maðurinn hefði hlotið starfið ef umsókn hans hefði verið tekin til efnismeðferðar samhliða öðrum umsóknum. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins skuli að jafnaði segja starfsmanni upp frá og með næstu mánaðamótum er hann nær 70 ára aldri. Í athugasemdum með ákvæðinu í frumvarpi sé um meginreglu að ræða og eigi reglan að gilda um alla. Ríkisstarfsmaður geti því ekki vænst því að halda starfi sínu lengur en til næstu mánaðamóta eftir að hann verði sjötugur nema eitthvað sérstakt komi til.

Áður hafi fallið dómur hjá Landsrétti þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að sambærilegt ákvæði kjarasamnings hafi ekki brotið gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar eða stjórnskipulegri meðalhófsreglu.

Varðandi lög um jafna meðferð á vinnumarkaði komi þar fram sú meginregla að hvers kyns mismunun, hvort sem heldur bein eða óbein, svo sem vegna aldurs, sé óheimil.  Hins vegar megi haga málum þannig að mismunandi meðferð sé beitt vegna aldurs ef fyrir því séu málefnaleg rök sem helgist af lögmætu markmiði.

Evrópudómstóllinn taldi málefnalegar ástæður réttlæta mismunun

Evrópudómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði um uppsögn við tiltekið aldursmark geti talist málefnaleg mismunum þegar slíkt eigi rætur að rekja til opinberrar stefnu í atvinnumálum. Svo sem stefnu um að tryggja aðgang ungs fólks að störfum á vinnumarkaði.  Íslenska ríkið sé stærsti þekkingarvinnustaður. landsins og leggi áherslu á nýsköpun sem kalli á reglulega endurnýjun í starfsmannahópum. Því taldi dómari að um málefnaleg sjónarmið af hálfu ríkisins væri að ræða sem helgist af lögmætu markmiði.

Eins hafi Evrópudómstóll talið að sjónarmið um að líkamlegt og andlegt starfsálag geti réttlætt það að fólki sé mismunað sökum aldurs þegar komi að tilteknum störfum.

Eins var litið til þess að umræddur maður hafði á umsóknardegi þegar náð 70 ára aldri og að fyrirhugaður ráðningartími starfsins var fimm ár, en þá hefði maðurinn verið orðinn 75 ára gamall. Hefði slík ráðning gengið gegn stefnu hins opinbera í atvinnumálum um andlegt og líkamlegt álag og gegn stefnu um að reglulega skuli endurnýjað í starfsmannahópnum vegna áherslur á nýsköpun.

Manninum hafði þegar verið sagt upp fyrra starfi sökum aldurs og gildi sömu sjónarmið eðli máls samkvæmt við ráðningu í starf hjá hinu opinbera eins og við uppsögn úr því. Auk þess hefði maðurinn tekið á sig enn meiri starfsábyrgð með þessu nýja starfi sem hann sótti um.

Vissi strax frá upphafi að hann væri of gamall

Við aðalmeðferð fjölluðu lögmenn mannsins og ríkisins um nýlega tilkynnta fyrirætlan Alþingis um að setja lög til að hækka hámarksaldur starfa. Slík stefnubreyting sé ekki hlutverk dómstóla heldur löggjafans og slík lög hafi enn ekki verið tekin til notkunar.

Segir í dómsorði:

„Sýnt er að [vinnuveitandanum sem auglýsti starfið] var ljóst í upphafi ráðningarferlisins eftir móttöku umsóknar stefnanda [mannsins] að hann uppfyllti ekki aldursskilyrði laga og því væri spítalanum óheimilt að ráða hann til að gegna stöðu forstöðumanns í þau fimm ár sem ráðningin skyldi vara.“ 

Því hafi verið rétt að hafna umsókn hans enda kæmi hann ekki til með að hljóta starfið af ástæðum sem hvorki aukin gögn, sérstakt mat á hæfni né andmælaréttur gæti breytt. Engu hefði breytt þó maðurinn hefði skilaboð læknisvottorði eða mati á starfshæfni hans m.t.t. aldurs þar sem auglýsing um starfið hefði ekki tiltekið sérstakt aldurshámark umsækjenda. Slík vottorð eða möt hefðu ekki breytt því að hann stóðst ekki lögmætar aldurskröfur laga.

Hlaut manninum að hafa verið kunnugt um aldurshámark laganna þar sem honum hafi tvívegis verið tilkynnt um starfslok á grundvelli sama lagaákvæðis.

„Honum hefði því ekki mátt dyljast þetta atriði, hvort sem það hefði verið tekið fram í auglýsingunni eða ekki. Kaus hann sjálfur að skila engu sértæku hæfnismati m.t.t. aldurs þegar hann sótti um starfið og því er hafnað að það hefði haft nokkurn tilgang að veita honum sérstakan andmælarétt til að skila slíku mati á seinni stigum umsóknarferlisins.“ 

Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“