Það bendir allt til þess að Christopher Nkunku, leikmaður RB Leipzig, sé á leið til Chelsea næsta sumar.
Á dögunum sögðu nokkrir virtir blaðamenn í knattspyrnuheiminum frá því að hinn 24 ára gamli Nkunku hafi þegar gengist undir læknisskoðun hjá Chelsea og muni fara næsta sumar.
Frakkinn er með klásúlu í samningi sínum við Leipzig, sem gerir honum kleift að fara fyrir 60 milljónir evra.
Fabrizio Romano segir hins vegar frá því að Chelsea vilji semja við Leipzig um að skafa aðeins af því verði.
Það verður fróðlegt að sjá hvað verður en nokkuð ljóst er að Nkunku fer til Lundúnafélagsins.
Nkunku hefur verið á mála hjá Leipzig síðan 2019. Hann kom frá Paris Saint-Germain í heimalandinu, en hann er uppalinn hjá Parísarfélaginu. Hann getur leikið framarlega á miðjunni og sem fremsti maður.