Dóttir Liverpool-goðsagnarinnar Steven Gerrard, hin 18 ára gamla Lilly, er í sambandi við hinn 23 ára gamla Lee Byrne. Faðir hans er með vægast sagt vafasamt orðspor.
Lilly og Lee hafa verið saman síðan í apríl. Þau skelltu sér saman til Ibiza í sumar.
Faðir Lee, Liam, hefur áður verið orðaður við Kinahan-mafíuna í Bretlandi. Hann er náinn félagi Daniel Kinahan, en sá er sagður tengjast morðum, peningaþvætti og eiturlyfjasmygli í landinu.
Það bendir þó ekkert til þess að Lee sé tengdur glæpum líkt og pabbi hans hefur verið sakaður um.
Gerrard er 42 ára gamall og er hann í dag knattspyrnustjóri Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.
Á leikmannaferli sínum lék Gerrard yfir 500 leiki með aðalliði Liverpool. Hann lék allan sinn feril með liðinu, ef frá er talið síðasta ár hans með LA Galaxy í Bandaríkjunum.