Maria Guardiola, dóttir knattspyrnustjórans Pep Guardiola, hefur gefið í skyn að hún hafi fundið ástina á ný með færslu á Instagram fyrir helgi.
Hin 23 ára gamla Maria er stödd Ibiza. Þar setti hún inn mynd þar sem maður hélt um læri hennar, en ekki er vitað hvern um ræðir.
Bresku götublöðin eru þó afar forvitin. Maria hefur nefnilega áður átt í sambandi við knattspyrnumanninn Dele Alli og poppstjörnuna Justin Bieber.
Þá voru orðrómar um að hún hafi átt í sambandi við Formúlu 1-kappann Lewis Hamilton árið 2019.
Það er því spurning um hvort frægan einstakling sé að ræða.
Maria er með rúmlega 400 þúsund fylgjendur á Instagram. Í gær notaði hún miðilinn til að fagna 6-3 stórsigri lærisveina pabba hennar í Manchester City á nágrönnum sínum í Manchester United.