Sparkspekingurinn Jim White vill sjá leik í ensku úrvalsdeildinni spilaðan í Bandaríkjunum.
Í gær var leikur New Orleans Saints og Minnesota Vikings í NFL-deildinni vestanhafs spilaður á Tottenham Hotspur-leikvanginum í Lundúnum. Alls verða þrír leikir spilaðir í deildinni þar á þessari leiktíð í NFL.
White vill sjá ensku úrvaldseildina taka upp á því sama og spila einn leik í Bandaríkjunum.
„Þetta var þýðingarmikill leikur. Ég veit að margir munu segja „ha og ertu að grínast“ en af hverju getum við ekki séð þýðingarmikinn leik í New York, Boston eða Los Angeles?“ spyr hann.
Hann bendir á að enska úrvalsdeildin sé vinsæl mun víðar en á Englandi.
„Úrvaldsdeildin er vinsæl úti um allan heim. NFL-deildin er það líka og þar áttuðu menn sig á því fyrir löngu, þess vegna erum við á Tottenham-vellinum í dag.“