fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Skrifaði Liz Truss sjálf undir brottrekstur sinn?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. október 2022 09:00

Liz Truss er í miklum ólgusjó þessa dagana. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þeim mánuði sem er liðinn síðan Liz Truss tók við embætti forsætisráðherra í Bretlandi hefur hún tilkynnt um skattalækkanir upp á 45 milljarða punda, þar á meðal er afnám hæsta skattþrepsins, og þar með kastað fjármálamörkuðum út í ringulreið. Breski seðlabankinn þurfti að grípa inn í á fjármálamörkuðum í síðustu viku til að koma í veg fyrir hrun nokkurra lífeyrissjóða í kjölfar aðgerða Truss og ríkisstjórnar hennar. Það er mat margra að hún hafi allt að því undirritað eigið uppsagnarbréf með þessum aðgerðum.

Árlegur flokksfundur Íhaldsflokksins hófst í Birmingham í gær og átti hann að vera fjögurra daga langur fögnuður yfir nýja forsætisráðherranum. En á skömmum tíma breyttist allt og mörg þúsund fundarmenn mættu á fundinn í hálfgerðu áfalli yfir hvernig Truss hafði á tæpum mánuði tekist að koma bresku efnahagslífi og flokknum í svo alvarleg vandræði að nú þegar er farið að ræða um að henni verði bolað úr embætti áður en kosið verður til þings 2024.

Það kom svo sem ekki á óvart að hún greip til skattalækkana því í baráttunni um að verða formaður Íhaldsflokksins fór hún ekki leynt með að það ætlaði hún sér að gera. En umfang skattalækkananna  og hvernig ný fjármálaáætlun var unnin og síðan kynnt á föstudaginn kom fólki á óvart og reyndist vera ávísun á hörmungar.

Til að varpa ljósi á áhrif skattalækkananna á Íhaldsflokkinn er nóg að skoða niðurstöður nýjustu skoðanakannana. Samkvæmt könnun Yougov frá því á fimmtudaginn hefur Verkamannaflokkurinn nú 33 prósentustiga forskot á Íhaldsflokkinn. Aðeins 21% sögðust kjósa Íhaldsflokkinn en 54% Verkamannaflokkinn.

Aldrei áður hefur munurinn mælst svona mikill síðan Yougov byrjaði að gera kannanir í lok tíunda áratugarins.

Önnur könnun Yougov frá því fyrr í vikunni sýndi að fylgi Verkamannaflokksins var 45% og Íhaldsflokksins 28%.

Margir samflokksmenn Truss vilja því helst losna við hana sem fyrst úr Downingstræti 10 og kannski hefur hún nú þegar skrifað undir eigin brottrekstur með nýju fjármálaáætluninni.

Í morgun bárust fréttir af því að Truss hyggist hætta við skattalækkanirnar. Það er síðan spurning hvort það dugi til að bjarga pólitískum ferli hennar og koma Íhaldsflokknum úr þeim vandræðum sem hann óneitanlega er í þessa dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Í gær

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“