fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Hræðsla hjá rússnesku elítunni – „Enginn veit hvað á að gerast næst“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. október 2022 07:00

Pútín er sagður reikna með langvarandi stríði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmenni var samankomið í Moskvu á föstudaginn þegar Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, tilkynnti um innlimun Luhansk, Donetsk, Kherson og Zaporizjzja í Rússland. Í ræðu sinni vísaði hann til niðurstaðna atkvæðagreiðslna í búa í héruðunum en þær kosningar eru að mati meirihluta alþjóðasamfélagsins marklausar og innlimun héraðanna ólögleg samkvæmt alþjóðalögum.

En margir þeirra sem tilheyra hinni pólitísku elítu í Moskvu eru hræddir vegna þróunar mála í Úkraínu og vegna þess að svo virðist sem engin eiginleg áætlun sé til staðar hjá rússneskum stjórnvöldum um framhaldið.

The Guardian skýrir frá þessu og hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni í Moskvu, sem er sagður vel upplýstur um hina pólitísku stöðu, að enginn viti hvað á að gerast næst. Svo virðist sem enginn áætlun sé til staðar. „Ef eitthvað virkar ekki, þá reynum við bara eitthvað annað. Enginn veit hvert þetta leiðir. Ákvarðanirnar eru teknar af einum manni,“ sagði hann.

Pútín flutti 37 mínútna langa ræðu á föstudaginn. Þar ræddi hann aðallega um hrun Sovétríkjanna og notkun kjarnorkuvopna og beindi einnig spjótum sínum hvað eftir annað að Vesturlöndum. En hann nefndi ekki hvað á að gerast í framhaldi af „innlimun“ héraðanna fjögurra eða í hernaðinu í Úkraínu.

Til dæmis sagði hann ekkert um hvort Rússar ætli aðeins að innlima þau svæði sem eru nú undir rússneskum yfirráðum. Talsmaður hans, Dmitry Peskov, gat ekki svarað þessu á föstudaginn og sagði aðeins að það muni skýrast síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!