Fimm ökumenn til viðbótar voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra ók stolinni bifreið og reyndist vera sviptur ökuréttindum.
Annar hafði valdið minniháttar umferðaróhappi áður en lögreglan handtók hann. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.
Enn annar hafði „rústað“ bifreið sinni með því að aka henni utan í gröfu. Hann fékk aðhlynningu á bráðadeild og var síðan vistaður í fangageymslu.
Í Laugarneshverfi var fartölvu stolið frá hótelgesti. Hvorki þjófurinn né tölvan fundust.
Á sjötta tímanum í gær stökk hundur á skokkara og beit hann í lærið. Skokkarinn hlaut minniháttar áverka. MAST verður tilkynnt um málið.