fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

„Líkurnar á að Pútín noti kjarnorkuvopn aukast eftir því sem Úkraínumenn ná meira landi á sitt vald“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 07:00

Orka á við 25 milljarða kjarnorkusprengja! Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín á ekkert svar við sókn úkraínska hersins í Donbas þessa dagana. Þar heldur sigurganga Úkraínumanna áfram og ekkert bendir til að henni ljúki á næstunni. Á laugardaginn náðu Úkraínumenn bænum Lyman, í norðurhluta Donetsk, á sitt vald og eru þar með komnir með mikilvægt hlið að Luhansk þar sem Rússar hafa haft sterka stöðu síðan í upphafi stríðsins.

Á laugardagskvöld sagði Volodomyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, að úkraínsku hersveitirnar séu ekki hættar: „Þessa vikuna hefur úkraínski fáninn verið dreginn víða að húni í Donbas. Þeim fjölgar enn frekar í næstu viku.“

Peter Viggo Jakobsen, lektor við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að það séu góðir möguleikar á að Úkraínumenn geti áfram pressað Rússana og nýtt sér þann meðvind sem þeir hafa þessa dagana við víglínuna.

„Það lítur út fyrir að Rússar séu með þunnskipað lið á þessum svæðum þannig að Úkraínumenn geta náð meira landi á sitt vald. En það er einnig háð því hvort Úkraínumenn geti haldið áfram að senda fleiri hermenn út á vígvöllinn, því þeim mun stærra landsvæði sem þú nærð á þitt vald, þeim mun fleiri hermenn þarftu til að halda því,“ sagði Jakobsen.

Á föstudaginn innlimaði Pútín Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizjzja í Rússland eftir „atkvæðagreiðslur“ meðal íbúanna um framtíð héraðanna. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt bæði „atkvæðagreiðslurnar“ og innlimunina sem brýtur í bága við alþjóðalög.

Pútín segir að héruðum séu nú rússnesk og hefur hótað að beita kjarnorkuvopnum til að verja þau ef Úkraínumenn halda árásum sínum áfram. En þessar hótanir hafa ekki hrætt Úkraínumenn. Jakobsen sagði að þeir hafi sýnt það með því að ná Lyman á sitt vald að þeim er slétt sama um innlimun Pútíns og haldi áfram að reyna að endurheimta land sitt.

Hann sagði að Rússar hafi ekki lært neitt af ósigrum sínum í Donbas að undanförnu. Þeir hafi átt að vita að þeir verja bæina sína ekki nægilega vel en þeir hafi ekki geta flutt nægilega marga hermenn til Lyman til að halda bænum. Enn sem komið er bendi ekkert til að þeir geti svarað árásum Úkraínumanna, að minnsta kosti ekki með hefðbundnum hernaði.

Pútín gæti gripið til kjarnorkuvopna

Hann sagði að ef Pútín getur ekki svarað sókn Úkraínumann með hefðbundnum hernaðaraðgerðum þá verði þrýstingurinn á hann kannski svo mikill að hann grípi til annarra aðgerða.

„Líkurnar á að Pútín noti kjarnorkuvopn aukast eftir því sem Úkraínumenn endurheimta meira land. Þeir eiga eftir að endurheimta mikið land og það má reikna með að það hægi á sókn þeirra vegna veturins. Það gefur Rússum tíma til að virkja fleiri hermenn,“ sagði hann.

Hann sagði að það að Pútín hafi gripið til herkvaðningar og sé að kalla 300.000 menn til herþjónustu bendi til að að hann hafi enn í hyggju að ná landsvæði aftur á sitt vald með hefðbundnum hernaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“