Mikael Egill Ellertsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Spezia í dag sem spilaði við Lazio í Serie á Ítalíu.
Mikael lék alls 65 mínútur fyrir Spezia sem steinlá gegn Lazio 4-0, landsliðsmaðurinn fór af velli í stöðunni 3-0.
Juventus vann sitt verkefni sannfærandi í Túrin er liðið fékk Bologna í heimsókn og vann 3-0 sigur.
Juventus hefur byrjað erfiðlega á tímabilinu og var aðeins að vinna sinn þriðja sigur í átta leikjum.
Þórir Jóhann Helgason leikur með Lecce en kom ekki við sögu í 1-1 jafntefli við Cremonese.
Lazio 4 – 0 Spezia
1-0 Mattia Zaccagni (’12)
2-0 Alessio Romagnoli (’24)
3-0 Sergej Milinkovic-Savic(’61)
4-0 Sergej Milinkovic-Savic(’90)
Juventus 3 – 0 Bologna
1-0 Filip Kostic(’24)
2-0 Dusan Vlahovic(’59)
3-0 Arkadiusz Milik(’62)
Atalanta 1 – 0 Fiorentina
1-0 Ademola Lookman(’59)
Lecce 1 – 1 Cremonese
0-1 Daniel Ciofani(’19, víti)
1-1 Gabriel Strefezza (’42, víti)
Sampdoria 0 – 3 Monza
0-1 Matteo Pessina(’11)
0-2 Gianluca Caprari(’67)
0-3 Stefano Sensi(’90)
Sassuolo 5 – 0 Salernitana
1-0 Armand Lauriente (’12)
2-0 Andrea Pinamonti(’39, víti)
3-0 Kristian Thorstvedt (’53)
4-0 Abdou Harroui(’76)
5-0 Janis Astinte(’90)