Manchester City 6 – 3 Manchester United
1-0 Phil Foden(‘8)
2-0 Erling Haaland(’34)
3-0 Erling Haaland(’37)
4-0 Phil Foden(’44)
4-1 Antony(’56)
5-1 Erling Haaland(’64)
6-1 Phil Foden(’73)
6-2 Anthony Martial(’84)
6-3 Anthony Martial(’91, víti)
Grannaslagurinn í Manchester olli svo sannarlega engum vonbrigðum í dag er spilað var á Etihad vellinum, heimavelli Manchester City.
Manchester United kom í heimsókn í stórleik dasgsins þar sem heil níu mörk voru skoruð og vantaði ekki upp á fjörið.
Tveir leikmenn heimaliðsins í Man City skoruðu þrennu en bæði Erling Haaland og Phil Foden gerðu þrjú mörk.
Staðan var 4-0 fyrir Englandsmeistarana eftir fyrri hálfleikinn þar sem gestirnir buðu upp á lítið af svörum og stefndi í rúst frá fyrstu mínútu.
Brasilíumaðurinn Antony lagaði stöðuna fyrir Man Utd snemma í seinni hálfleik en þeir bláklæddu bættu við tveimur mörkum eftir það.
Frakkinn Anthony Martial átti þó eftir að skora tvennu fyrir Man Utd fyrir leikslok en hann kom boltanum í netið á 84. og 90. mínútu og það seinna úr vítaspyrnu.
Lokatölur þó 6-3 fyrir meisturunum sem eru í öðru sæti taplausir með 20 stig eftir átta leiki.