Víkingur Reykjavík er bikarmeistari karla þriðja tímabilið í röð. Liðið vann FH í framlengdum úrslitaleik á Laugardalsvelli í dag.
Boðið var upp á rosalegan leik að þessu sinni en Víkingar höfðu betur 3-2 í framlengingu.
Daninn Nikolaj Hansen minnti á sig í þessum leik en hann skoraði tvö mörk fyrir Víkingana í sigrinum.
Hansen hefur átt nokkuð rólegt sumar eftir að hafa orðið markakóngur á síðustu leiktíð.
Hér fyrir neðan má sjá skemmtilega myndasyrpu úr leiknum er titlinum var fagnað.