fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Bikarmeistarinn Arnar Gunnlaugsson – „Það er kominn standard í klúbbinn svo við megum ekki vera eins og vitleysingar“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 1. október 2022 19:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ólýsanlegt. Þetta var rússíbanaferð, eins og leikir Víkings eru vanalega,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavík, eftir að hafa varið bikarmeistaratitilinn með sigri á FH.

Lestu um leikinn hér.

„Ég hugsaði hvort að þetta yrði einn af þessum dögum þar sem þú ert að spila vel og gera allt rétt en hlutirnir falli ekki fyrir þig. Við gátum ekki losað okkur við FH-inganna. Þeir sýndu þvílíkan kjark og hugrekki en við áttum sigurinn skilið í dag.“

FH jafnaði í blálokin í venjulegum leiktíma en Víkingur svaraði með sigurmarkinu í upphafi framlengingar.

„Það bjargaði deginum. Við náðum að núllstilla okkur vel í framlengingunni. Þetta er högg í magann. Ég neita því ekki að það var mjög ljúft að skora snemma í framlengingunni.“

Víkingur var að vinna bikarinn þriðja skiptið í röð.

„Ég er búinn að vera lengi í þessum leik og það er erfitt að vinna titil, svo maður verður að vera auðmjúkur. Ég er ótrúlega stoltur af hversu langt klúbburinn er kominn á stuttum tíma.“

Arnar var spurður út í hvernig liðið ætli að fagna í kvöld.

„Það er leikur á miðvikudag. Auðvitað fögnum við aðeins en það er kominn standard í klúbbinn svo við megum ekki vera eins og vitleysingar,“ segir hann léttur.

Ítarlega er rætt við Arnar hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa
Hide picture