West Ham 2 – 0 Wolves
1-0 Gianluca Scamacca(’29)
2-0 Jarrod Bowen(’54)
West Ham vann loksins leik í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðið spilaði gegn Wolves á heimavelli sínum í London.
Gengi West Ham hingað til hefur verið brösugt eftir frábæra frammistöðu á síðustu leiktíð.
Sigurinn var þó ekki í hættu í dag en Gianluca Scamacca og Jarrod Bowen skoruðu í 2-0 heimasigri.
Þetta var annar sigur West Ham í deildinni og er liðið í 15. sæti eftir átta leiki.