Vængmaðurinn Leandro Trossard fer svekktur á koddann í kvöld eftir leik Liverpool og Brighton í ensku úrvalsdeildinni.
Trossard var stórkostlegur fyrir Brighton í dag og skoraði þrennu á Anfield í leik sem liðinu tókst ekki að vinna.
Roberto Firmino gerði einnig tvö mörk fyrir Liverpool í skemmtilegasta leik dagsins sem lauk með 3-3 jafntefli.
Það er ekki algengt að leikmenn skori þrennu á Anfield og hefur það ekki gerst í heil 13 ár í ensku deildinni.
Trossard er sá fyrsti til að afreka þetta síðan 2009 er Andrey Arshavin skoraði fernu fyrir Arsenal í leik gegn Liverpool.
Trent Alexander-Arnold, varnarmaður Liverpool, var töluvert gagnrýndur fyrir fyrsta markið sem Trossard skoraði í dag.
Varnarleikur Trent hefur verið gagnrýndur mikið á þessu tímabili og var hann alls ekki sannfærandi er Brighton komst yfir eftir fjórar mínútur.
Leandro Trossard s’amuse avec Trent Alexander-Arnold, Brighton mène à Liverpool. pic.twitter.com/U9xgkHRlIE
— Ballon Rond (@ballonrondfc) October 1, 2022