fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Umboðsmaður Arthur útskýrir erfiðleikana hjá Liverpool

Victor Pálsson
Föstudaginn 30. september 2022 20:21

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Federico Pastorello, umboðsmaður miðjumannsins Arthur, hefur tjáð sig um af hverju leikmaðurinn hefur farið hægt af stað á Anfield.

Arthur gekk í raðir Liverpool frá Juventus undir lok sumargluggans en hefur hingað til aðeins leikið einn leik fyrir liðið.

Brassinn spilaði minna en 15 mínútur er Liverpool tapaði 4-1 gegn Napoli í Meistaradeildinni.

Pastorello segir að Arthur sé enn að vinna í því að koma sér í stand en hann var lánaður til Liverpool frá Juventus.

,,Arthur spilaði mjög lítið á síðasta ári og svo þurfti hann að fara í aðgerð í júní og missti af undirbúningstímabilinu,“ sagði Pastorello.

,,Hann var ekki inni í myndinni hjá Juventus og fékk ekki að æfa með aðalliðinu, það er eðlilegt að hann hafi þurft á frekari æfingu að halda.“

,,Munurinn á Englandi og Ítalíu er gríðarlegur, við þurftum að koma honum í sama líkamlega stand og liðsfélagarnir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta