fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Íslendingar bálreiðir út í Strætó eftir hækkunina miklu – „Já veistu, ég held ég keyri“

Eyjan
Föstudaginn 30. september 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að það hafi valdið fjaðrafoki á dögunum er strætó hækkaði almenn fargjald úr 490 krónum upp í 550 krónur en telja margir að strætó hafi þarna virkilega skotið sig í fótinn.

Píratar í Reykjavík sendu frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem þeir sögðu þetta vondar fréttir sem séu mikil vonbrigði. Engu að síður eru Píratar í meirihluta í borgarstjórn og Reykjavík eitt þeirra sveitarfélaga sem á Strætó.

Píratar segja grundvallar vandamál Strætó sé að reksturinn sé í „mjög slæmum málum“ og til að forða félaginu frá greiðsluþroti þurfi mörg hundruð milljóna viðbótarframlag frá sveitarfélögunum sem standi að rekstrinum. Strætó hafi gengið mjög langt í því síðustu ár að draga úr yfirbyggingu og kostnaði og lá fyrir á stjórnarfundi að tvær helstu leiðirnar til að koma til móts við þá kröfu sveitarfélaga – að Strætó þyrfti að bregðast við stöðunni – að annað hvort hækka gjaldið eða skerða þjónustu. Í rauninni sé gjaldskrárhækkun því skárri kosturinn að mati Pírata.

Ríkið hafi á sínum tíma neitað að aðstoða Strætó þar sem sjóðstaða reksturins var góð fyrir COVID. Nú sé staðan önnur.

Í gær vakti Alþýðusamband Íslands, ASÍ, athygli á því að íslensk stjórnvöld hafi sett einn milljarð inn í rekstur Strætó árið 2021 en á sama tíma sett níu milljarða í niðurgreiðslur á rafmangs- og tengiltvinnbifreiðum. Slíkar ívilnanir vegna rafbílakaupa gagnast að mati Hagfræðistofu Háskóla Íslands hest efnameirihópum og þykir sú aðgerð þjóðhagslega óhagkvæm.

Segja má að netverjar hafi tekið eftir gjaldskrárhækkuninni og hafi á henni sterkar skoðanir. Þar hefur fólk velt vöngum yfir því hvort hækkunin gangi ekki gegn markmiði Strætó að fjölga farþegum og eins hvort ekki sé tilefni fyrir ríkið til að grípa inn með meira afgerandi hætti til að gera þennan vistvæna, sérstaklega ef flotan Strætó verður alfarið komið yfir á rafmagns, ferðakost aðgengilegri og meira aðlaðandi.

Aðrir hafa bent á að á Akureyri hafi lengi verið frítt í strætó en engu að síður noti aðeins í kringum 10 prósent Akureyringa ferðamátann.

Sigrún Ósk Haraldsdóttir, Pírati, segir að ríkið eigi alfarið að hætta að niðurgreiða einkabíla og setja meiri pening í rekstur strætó og Borgarlínu. „Það er fyrir lifandis löngu kominn tími á að láta af þessari forræðishyggju og hætta að velja samgöngumáta fyrir fólk.“

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að framlög ríkisins vegna niðurgreiðslu tengiltvinnbíla séu fjórum sinnum hærri en strætó fær og tvöfalt hærri en það sem myndi kosta ríkið að gera strætisvagnaþjónustu ókeypis.

Netverjar hafa svo greint frá því  að strætógjaldið sé orðið það hátt að það borgi sig hreinlega frekar að fara ferða sinna á bíl, eða gangandi.

Umræðurnar á Twitter hafa verið heitar og margir þar lýst yfir sárum vonbrigðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben