Enski landsliðsmaðurinn í Jack Grealish, leikmaður Manchester City hefur fengið leyfi til þess að setjast aftur undir stýri á bifreið eftir að hafa tekið út níu mánaða akstursbann.
Grealish var á sínum tíma sektaður um 82 þúsund pund, rúmar 13 milljónir íslenskra króna fyrir kæruleysislegan akstur þegar að hann klessti Range Rover bifreið sinni á Mercedes og Citroen bíl.
Þá var Grealish látinn sæta níu mánaða akstursbanni sem hann hefur nú tekið út því hann var myndaður á Range Rover bifreið fyrr í dag á leið sinni á æfingu með Manchester City sem á fyrir höndum mikilvægan leik gegn grönnum sínum í Manchester United.
Myndband náðist af því þegar Grealish bakkaði á Citroen bifreið á sínum tíma og ætlaði sér að stinga af vettvangi, það fór ekki betur en svo að honum tókst að keyra á aðra Mercedes bifreið.
Stuttu seinna sást hann síðan fela andlit sitt í höndum sínum.