fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Klopp segir að þungt hafi verið yfir Trent þegar hann snéri aftur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 30. september 2022 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var þungt yfir Trent Alexander-Arnold þegar hann snéri til baka úr verkefni með enska landsliðinu þar sem hann fékk ekkert tækifæri.

Trent var ónotaður varamaður gegn Ítalíu og var settur utan hóps fyrir leik gegn Þýskalandi. Eru þetta slæm tíðindi fyrir bakvörðinn sem vill komast í HM hóp Englands.

„Ég hef miklar skoðanir á þessu en það þjónar ekki tilgangi að ræða það,“ sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool um málið.

„Ég sé Trent allt öðruvísi en enska landsliðið. Fólk talar um að hann sé ekki nógu góður varnarmaður en það er ekki satt. Hann er góður varnarmaður en hann verst ekki alltaf vel, það er satt.“

„Hann er 23 ára gamall og við erum að vinna í því. Sama hvaða lið ég væri að stýra í heiminum, ég myndi vilja hafa Trent. Hann er magnaður.“

„Þetta er ákvörðun Southgate, ég sé hlutina öðruvísi en það segir ekkert til um hvor hefur rétt fyrir sér.“

„Það var enginn partý stemming yfir Trent þegar hann kom aftur en hann virðir ákvörðun þjálfarans. Hann er heimsklassa leikmaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Var hvorki fullur né dópaður

Var hvorki fullur né dópaður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf